Skilmálar
Greiðslur:
Í gegnum örugga greiðslusíðu Korta er hægt að greiða fyrir vöru með debit- eða kreditkorti.
Öll verð í vefverslun eru með virðisaukaskatti.
Mitt hús hefur rétt á því að hætta við viðskipti ef rangt verð hefur verið gefið upp.
Ef varan er ekki til á lager verður þú látin vita og við endurgreiðum vöruna hafi greiðsla farið fram.
Sendingarmátar:
Ef varan er send með Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Þar af leiðandi ber Mitt hús enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni á vöru við flutning né að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstlúgur eða póstkassa. Ef merking er ábótavant mun Íslandspóstur senda vöruna til baka og tilfallandi kostnaður lendir á viðskiptavini.
Ef vörur eru of rúmfrekar til að komast inn um póstlúgu er pöntunin borin út á nærliggjandi pósthús viðskiptavinar.
Afhending vöru:
Hægt er að sækja vöru um leið og greiðsla hefur borist í Jötnaborgir 1, 112 Reykjavík eftir samkomulagi.
Einnig er hægt að fá vöruna senda með Íslandspósti á næsta pósthús sem kostar aukalega sjá gjaldskrá Íslandspósts. Ætla má að Íslandspóstur taki sér 1-4 virka daga til að koma pöntun á næsta pósthús þar sem viðskiptavinur sækir pöntunina.
Skil á vöru:
Vöru fæst skilað inna 14 daga frá kaupum gegn framvísun kvittunar. Varan þarf að vera ónotuð og í upprunalegum, órofnum umbúðum. Vinsamlegast athugið að sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur við skil á vöru.
Mitt hús
Kt. 590810-2800